UM OKKUR

Hvetjandi
umhverfi

Um Skúrina

Skúrin ehf. er samvinnurými og nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð á Flateyri sem stofnað var til að frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja og í hlutahafahópi er fjöldi íbúa og fjarbúa á Flateyri auk Ísafjarðarbæjar og Arctic fish.

Skúrin er stærsti einstaki vinnustaðurinn á Flateyri en nú þegar eru 5 rými í fastri útleigu til Lýðskólans á Flateyri, Ísafjarðarbæjar og Lánasjóðs sveitarfélaga auk 8 rýma sem leigð eru til einstaklinga í fjarvinnu.  

Auk þess að vera stærsti einstaki vinnustaður á Flateyri hefur Skúrin það að markmiði að leiða saman og miðla þekkingu til frumkvöðla og atvinnurekenda á Flateyri með það að leiðarljósi að styrkja stoðir og auka fjölbreytni í atvinnulífi á Flateyri og stuðla að jákvæðri samfélagsþróun.

Nafnið

Skúrin með einu n-i? Hélstu kannski að við hefðum gert mistök og að við kunnum ekki stafsetningu hér fyrir vestan? Það er nú sko aldeilis ekki svo. Það er mjög vestfirskt að kvenkenna skúrina. Hún skúrin.

Nafnið vísar til atvinnusögu Flateyrar en orðið er vestfirskt, skúr í kvenkyni s.s. beitningaskúr. Skráð dæmi um þessa orðmynd eru þó einungis tvö, úr ársriti Ísfirðinga frá 1960 og í grein eftir Skúla Thoroddsen í Þjóðviljanum gamla frá þeim tíma sem hann var sýslumaður Ísafjarðarsýslu skömmu eftir aldamótin 1900. Á Flateyri dagsins í dag er Skúrin staðsett í Ólafstúni en Sigurður Hafberg hefur góðfúslega lánað nafnið á sinni skúr yfir á þetta nýja verkefni.

 • Helena Jónsdóttir
  Skúrin og sú aðstaða sem er hér, er algjör "game changer" fyrir Flateyri! Að mæta í vinnuna á hverjum degi og hitti fyrir orkumikið og skapandi fólk eru forréttindi á svona lítlum stað. Svo er nú ekki verra að það tekur mig 5 mínutur að labba að landsins flottustu fjallaskíðaleið í Skollahvilft.
  Helena Jónsdóttir
  Verkefnastjóri á Flateyri
 • Jean Larson
  Um leið og ég kom fyrst út úr göngunum í Önundarfirði varð ég gjörsamlega heilluð. Óspillt fegurðin, hafið, lognið og fólkið gerir Flateyri að skapandi og töfrandi til að dvelja á í leik og starfi.
  Jean Larson
  Listakona
 • Kári Harðarson
  Vinnuaðstaða í Skúrinni er um 3x ódýrari en sambærilegt húsnæði í Reykjavík. Hér er stutt í alla útivist og gott næði til að vinna. Svo er fegurðinni ekki spillt af eintómri bílaumferð.
  Kári Harðarson
  Kerfisfræðingur í sjálfvirkum hugbúnaðarprófunum hjá Cyren
 • Juraj Hubinák
  Það besta við Skúrina er hvað aðstaðan er þægileg. Það að eiga möguleika á samtölum og stuðningi frá ólíkum fagaðilum er frábært. Og ef ég vil halda Zoom fund á kajak inni í firði er ég innan við fimm mínútur að gera mig kláran.
  Juraj Hubinák
  Verkefnastjóri hjá Lýðskólanum á Flateyri

Viltu bóka borð í Skúrinni?

Smelltu hér.

Við og samfélagsmiðlar

Við erum rosa félagslynd og viljum helst tala við þig í eigin persónu en en ef þú vilt finnur þú okkur á samfélagsmiðlum.