fbpx
UM OKKUR

Hvetjandi
umhverfi

Um Skúrina

Skúrin ehf. er samvinnurými og nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð á Flateyri sem stofnað var til að frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja. 

Skúrin hefur það að markmiði að leiða saman og miðla þekkingu til frumkvöðla og atvinnurekenda á Flateyri með það að leiðarljósi að styrkja stoðir og auka fjölbreytni í atvinnulífi á Flateyri og stuðla að jákvæðri samfélagsþróun.

Nafnið

Það er mjög vestfirskt að kvenkenna skúrina. Hún skúrin.

Nafnið vísar til atvinnusögu Flateyrar en orðið er vestfirskt, skúr í kvenkyni s.s. beitningaskúr. Skráð dæmi um þessa orðmynd eru þó einungis tvö, úr ársriti Ísfirðinga frá 1960 og í grein eftir Skúla Thoroddsen í Þjóðviljanum gamla frá þeim tíma sem hann var sýslumaður Ísafjarðarsýslu skömmu eftir aldamótin 1900.

  • Helena Jónsdóttir
    Skúrin og sú aðstaða sem er hér, er algjör "game changer" fyrir Flateyri! Að mæta í vinnuna á hverjum degi og hitti fyrir orkumikið og skapandi fólk eru forréttindi á svona lítlum stað. Svo er nú ekki verra að það tekur mig 5 mínutur að labba að landsins flottustu fjallaskíðaleið í Skollahvilft.
    Helena Jónsdóttir
    Stofnandi og framkvæmdarstjóri - Mental
  • Jean Larson
    Um leið og ég kom fyrst út úr göngunum í Önundarfirði varð ég gjörsamlega heilluð. Óspillt fegurðin, hafið, lognið og fólkið gerir Flateyri að skapandi og töfrandi til að dvelja á í leik og starfi.
    Jean Larson
    Listakona
  • Kári Harðarson
    Vinnuaðstaða í Skúrinni er um 3x ódýrari en sambærilegt húsnæði í Reykjavík. Hér er stutt í alla útivist og gott næði til að vinna. Svo er fegurðinni ekki spillt af eintómri bílaumferð.
    Kári Harðarson
    Kerfisfræðingur í sjálfvirkum hugbúnaðarprófunum - Cyren
  • Juraj Hubinák
    Það besta við Skúrina er hvað aðstaðan er þægileg. Það að eiga möguleika á samtölum og stuðningi frá ólíkum fagaðilum er frábært. Og ef ég vil halda Zoom fund á kajak inni í firði er ég innan við fimm mínútur að gera mig kláran.
    Juraj Hubinák
    Eigandi og framkvæmdarstjóri - Hnappurinn Markaðsráðgjöf

Viltu bóka borð í Skúrinni?

Smelltu hér.

Við og samfélagsmiðlar

Við erum rosa félagslynd og viljum helst tala við þig í eigin persónu en en ef þú vilt finnur þú okkur á samfélagsmiðlum.