fbpx
FLATEYRI

Gimsteinn
Vestfjarða

Töfrandi náttúra

Flateyri er einstaklega fallega staðsett eyri í miðjum Önundarfirði sem af mörgum er talinn einn af fegurstu fjörðum landsins.

Náttúran er hér allt um lykjandi með öllum sínum möguleikum og auðlindum. Sjórinn er ávallt innan seilingar, stutt upp í fjall og á innan við fimm mínútna göngu ertu kominn úr alfaraleið, út í óbyggðir.

Þjónusta

Við erum kannski ekki mörg en við elskum að koma saman, borða og lyfta glösum þegar svo ber undir. Og við erum svo heppin að hér eru nokkrir staðir til akkurat þess.

Á Flateyri er að finna samkomustaðina Bryggjukaffi, Vagninn og Gunnukaffi. Á Gunnukaffi er hægt að kaupa allar helstu nauðsynjavörur. Þar er einnig hægt að kaupa venjulegan heimilismat á virkum dögum en einnig er hægt að panta hefðbundin skyndimat af matseðli bæði á virkum dögum sem og um helgar. Vagninn þarf vart að kynna en hann er einn af þessum börum sem þú bara „verður að koma á“. Þar er ávallt stuð um helgar og á sumrin má alltaf fá eitthvað geggjað að borða þar. 

Einstakt samfélag

Íbúar Flateyrar hafa löngum verið þekktir fyrir að taka vel á móti aðkomufólki og opna arma sína og samfélag fyrir þeim sem hingað flytjast, hvort sem það eru innflytjendur frá öðrum þjóðlöndum, listamenn og annað utanbæjarfólk sem hér á sumarhús.

Á Flateyri búa í kringum 200 manns allt árið um kring en á sumrin búa hér allmiklu fleiri fjarbúar sem hafa komið sér fyrir í sumarhúsum sínum hér á síðustu árum.

Við og samfélagsmiðlar

Við erum rosa félagslynd og viljum helst tala við þig í eigin persónu en en ef þú vilt finnur þú okkur á samfélagsmiðlum.